Lífið

Pipar og salt í góðri kvörn

Það þarf að hugsa vel um krydd rétt eins og aðra matvöru. Ferskleikinn þarf að vera í fyrirrúmi, krydd má hvorki vera of gamalt né of þurrt. Við matreiðslu er best að nota gott gróft salt sem sett er í saltkvörn og svo ferskan pipar sem settur er í piparkvörnina. Það er mikilvægt að kryddið sé sett í réttar kvarnir því fyrir saltið er plast í sjálfri kvörninni en stál er í piparkvörninni. Best er að geyma piparkornin og saltið á svölum stað áður en það er sett í viðeigandi kvörn. Það má alls ekki geyma kryddið í hita eða sólarljósi og til að halda ferskleikanum sem best er gott að setja lítið í einu í kvörnina og passa að kryddið standi ekki lengi malað og óhreyft því þá er hætta á því að það verði þurrt og bragðlaust. Það er líka mikilvægt að tæma og hreinsa kvarnirnar reglulega en þó alls ekki með vatni heldur er best að nota lítinn bursta á kvörnina sjálfa og svo örlítið af alkóhóli til að hreinsa miðjustöngina. Sé þessa gætt helst kryddið ferskt og gott og heimilismaturinn verður ennþá betri.
Pinulitlar stálkvarnir sett kr. 2.750Mynd/GVA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×