Haldið í ellefu til tólf tíma 9. mars 2005 00:01 Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi. Ítalinn Luigi Sposito var í haldi lögreglunnar í ellefu til tólf klukkutíma, en hann var handtekinn þar sem sést hafði til hans taka myndir af Alþingishúsinu með húfu og trefil fyrir hluta andlitsins. Fyrstu sjö til átta tímana sat hann í fangaklefanum án þess að við hann væri rætt að ráði en síðan tóku við um fjögurra klukkutíma yfirheyrslur. Luigi Lambertini, ítalskur vinur Sposito, fór á lögreglustöðina um nóttina til að reyna að ná tali af honum en var snúið við og sagt að koma daginn eftir. Lambertini segir að Spostio hafi bara verið að njóta lífsins og skemmta sér þegar lögreglan hafi komið og fært hann lögreglustöðina. Hann hafi verið handtekinn og sakaður um að vera hryðjuverkamaður, um að taka myndir af þinghúsinu þegar hann var með húfu og trefil og um að hafa teiknað eitthvað á blað. Hann sé ekki hryðjuverkamaður heldur nemi í arkitektúr. Sposito missti af ferð í Bláa lónið vegna þessa og var þeirri stund fegnastur að komast heim til Ítalíu aftur. Lambertini segir að Sposito hafi verið mjög hræddur enda hafi hann aldrei áður farið í fangelsi. Lambertini segist aldrei gleyma því þegar Sposito hafi sagt frá þeirri slæmu tilfinningu sem hann fékk þegar hann heyrði klefadyrnar lokast og fólk öskra og gráta í hinum fangaklefnunum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi. Ítalinn Luigi Sposito var í haldi lögreglunnar í ellefu til tólf klukkutíma, en hann var handtekinn þar sem sést hafði til hans taka myndir af Alþingishúsinu með húfu og trefil fyrir hluta andlitsins. Fyrstu sjö til átta tímana sat hann í fangaklefanum án þess að við hann væri rætt að ráði en síðan tóku við um fjögurra klukkutíma yfirheyrslur. Luigi Lambertini, ítalskur vinur Sposito, fór á lögreglustöðina um nóttina til að reyna að ná tali af honum en var snúið við og sagt að koma daginn eftir. Lambertini segir að Spostio hafi bara verið að njóta lífsins og skemmta sér þegar lögreglan hafi komið og fært hann lögreglustöðina. Hann hafi verið handtekinn og sakaður um að vera hryðjuverkamaður, um að taka myndir af þinghúsinu þegar hann var með húfu og trefil og um að hafa teiknað eitthvað á blað. Hann sé ekki hryðjuverkamaður heldur nemi í arkitektúr. Sposito missti af ferð í Bláa lónið vegna þessa og var þeirri stund fegnastur að komast heim til Ítalíu aftur. Lambertini segir að Sposito hafi verið mjög hræddur enda hafi hann aldrei áður farið í fangelsi. Lambertini segist aldrei gleyma því þegar Sposito hafi sagt frá þeirri slæmu tilfinningu sem hann fékk þegar hann heyrði klefadyrnar lokast og fólk öskra og gráta í hinum fangaklefnunum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira