Stúlkur hafa gott sjálfstraust 9. mars 2005 00:01 "Íslensku stúlkurnar hafa gott sjálfstraust, skipuleggja stærðfræðinám sitt vel og hafa gott úthald. En þær beita sjaldan rannsóknarnálgun og kafa yfirleitt ekki djúpt í viðfangsefnin," segir Guðbjörg Pálsdóttir aðjúnkt. Hún flytur erindi um viðhorf unglingsstúlkna til stærðfræði og stærðfræðináms í dag kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindið byggir hún á rannsóknum. "Ég ræddi við fjórar íslenskar stúlkur á lokaári í grunnskóla og ber viðhorf þeirra saman við viðhorf stúlkna í öðrum löndum," segir hún og kveðst styðjast við niðurstöður úr svokölluðum PISA rannsóknum frá árunum 2000 og 2003 sem gerðar voru í OECD -löndunum og sænsku rannsóknina "Kön og matematik". Hún segir íslensku stúlkurnar hafa að mörgu leyti svipuð viðhorf og stöllur þeirra í Svíþjóð og OECD-löndunum. Þær líti á stærðfræði sem ferli og leggi áherslu á skilning og lausn þeirra viðfangsefna sem þær fá í hendur. En öfugt við niðurstöður PISA-rannsóknar frá árinu 2000 leggja íslensku stúlkurnar áherslu á einstaklingsvinnu og telja samvinnunám ekki mikilvægt. Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Íslensku stúlkurnar hafa gott sjálfstraust, skipuleggja stærðfræðinám sitt vel og hafa gott úthald. En þær beita sjaldan rannsóknarnálgun og kafa yfirleitt ekki djúpt í viðfangsefnin," segir Guðbjörg Pálsdóttir aðjúnkt. Hún flytur erindi um viðhorf unglingsstúlkna til stærðfræði og stærðfræðináms í dag kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindið byggir hún á rannsóknum. "Ég ræddi við fjórar íslenskar stúlkur á lokaári í grunnskóla og ber viðhorf þeirra saman við viðhorf stúlkna í öðrum löndum," segir hún og kveðst styðjast við niðurstöður úr svokölluðum PISA rannsóknum frá árunum 2000 og 2003 sem gerðar voru í OECD -löndunum og sænsku rannsóknina "Kön og matematik". Hún segir íslensku stúlkurnar hafa að mörgu leyti svipuð viðhorf og stöllur þeirra í Svíþjóð og OECD-löndunum. Þær líti á stærðfræði sem ferli og leggi áherslu á skilning og lausn þeirra viðfangsefna sem þær fá í hendur. En öfugt við niðurstöður PISA-rannsóknar frá árinu 2000 leggja íslensku stúlkurnar áherslu á einstaklingsvinnu og telja samvinnunám ekki mikilvægt.
Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira