
Menning
2006 verði ár hreyfanleika

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur í hyggju að lýsa árið 2006 ár hreyfanleika á vinnumarkaði í þeim tilgangi að stuðla að því að fólk nýti sér í auknum mæli réttinn til að sækja sér vinnu í öðrum aðildarríkjum. Vonast er til þess að slíkur hreyfanleiki auki skilvirkni á evrópskum vinnumarkaði og stuðli þannig að auknum hagvexti og þar með bættum lífskjörum. Hugmyndin tengist svokölluðum Lissabon-markmiðum ESB um bætta samkeppnishæfni, en í því skyni telur framkvæmdastjórnin mjög mikilvægt að auka hreyfanleika á evrópskum vinnumarkaði sem er mjög lítill samanborið við t.d. þann bandaríska. Talið er að grannt verði fylgst með því að vinnuafl sem fer milli Evrópusambandslanda njóti sambærilegra kjara og íbúar í hverju landi fyrir sig.