Grunur um skattsvik á stöðunum 5. mars 2005 00:01 Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira