Segir Sri hafa beitt sig fjárkúgun 4. mars 2005 00:01 Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hákoni Eydal fyrir að hafa banað Sri Rahmawati þann 4. júlí í fyrrasumar dróst um tvær klukkustundir í morgun þar sem ákæruvaldið gleymdi að gera ráðstafanir til að flytja Hákon frá Litla-Hrauni í héraðsdóm. Ákærði rakti fyrir dóminum samskipti sín við Sri. Þau hófu sambúð árið 2001 en hún varði einungis í 7 mánuði. Í ágúst 2002, eftir að upp úr slitnaði, fæddi Sri dóttur þeirra. Þá þegar var samband þeirra að sögn Hákons afar stormasamt. Hann segir hana hafa reynt að kúga út úr sér fé og hótað að drepa fóstrið og síðar barnið eftir að það fæddist. Hann segir að hún hafi alla tíð neitað sér um umgengni við barnið og að ættingjar hennar hafi hótað sér líkamsmeiðingum. Saksóknari sagði fyrir dómi að ættingjar Sri vísi öllum þessum áburði á bug og segja hann einungis til þess fallinn að sverta minningu hennar. Hákon segir að þau hafi verið sátt fyrstu helgina í júlí. Þá hafi Sri farið út að skemmta sér en komið til hans síðla nætur. Þau hafi þá að morgni 4. júlí elskast en þegar hann hafi léð máls á því að fá að umgangast barn þeirra hafi hún orðið mjög æst og hótað honum því að hann fengi aldrei að sjá barnið aftur. Hákon segist þá hafa sturlast og næst þegar hann mundi eftir sér lá Sri á gólfinu í blóði sínu. Við krufningu og rannsókn kom í ljós að hann hafði slegið hana í fjórgang í höfuðið með kúbeini og síðar vafið belti um háls hennar í þrígang en banamein hennar var kyrking. Hann segist því næst hafa þvegið líkið af henni, sett það í stóran poka og borið út í bíl sinn. Vitni sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar Hákon kom með Sri í poka út úr húsinu og sagðist hafa séð fótlegg og rasskinn og gert sér grein fyrir að þarna hefði verið unnið voðaverk. Vitnið segist hafa fengið áfall við þessa sýn en gefið lögreglu skýrslu tveimur dögum síðar. Hákon ók með líkið víða um höfuðborgarsvæðið en kom því að lokum fyrir í hraungjótu í Hafnarfjarðarhrauni þar sem það fannst 3. ágúst eftir að Hákon hafði lengi villt um fyrir lögreglu. Geðlæknir sem rannsakaði Hákon segir hann sakhæfan og vel gefinn en með ákveðna persónuleikabresti sem Hákon eigi sjálfur erfitt með að koma auga á. Hann segist ekki hafa greint neina iðrun hjá Hákoni, sem er þvert á það sem Hákon sagði sjálfur í morgun. Ákæruvaldið krefst þess að Hákon verði dæmdur til 16 ára fangelsisvistar og sagði saksóknari ljóst að það hefði verið einbeittur ásetningur Hákons að bana Sri Rahmawati að morgni 4. júlí í fyrra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hákoni Eydal fyrir að hafa banað Sri Rahmawati þann 4. júlí í fyrrasumar dróst um tvær klukkustundir í morgun þar sem ákæruvaldið gleymdi að gera ráðstafanir til að flytja Hákon frá Litla-Hrauni í héraðsdóm. Ákærði rakti fyrir dóminum samskipti sín við Sri. Þau hófu sambúð árið 2001 en hún varði einungis í 7 mánuði. Í ágúst 2002, eftir að upp úr slitnaði, fæddi Sri dóttur þeirra. Þá þegar var samband þeirra að sögn Hákons afar stormasamt. Hann segir hana hafa reynt að kúga út úr sér fé og hótað að drepa fóstrið og síðar barnið eftir að það fæddist. Hann segir að hún hafi alla tíð neitað sér um umgengni við barnið og að ættingjar hennar hafi hótað sér líkamsmeiðingum. Saksóknari sagði fyrir dómi að ættingjar Sri vísi öllum þessum áburði á bug og segja hann einungis til þess fallinn að sverta minningu hennar. Hákon segir að þau hafi verið sátt fyrstu helgina í júlí. Þá hafi Sri farið út að skemmta sér en komið til hans síðla nætur. Þau hafi þá að morgni 4. júlí elskast en þegar hann hafi léð máls á því að fá að umgangast barn þeirra hafi hún orðið mjög æst og hótað honum því að hann fengi aldrei að sjá barnið aftur. Hákon segist þá hafa sturlast og næst þegar hann mundi eftir sér lá Sri á gólfinu í blóði sínu. Við krufningu og rannsókn kom í ljós að hann hafði slegið hana í fjórgang í höfuðið með kúbeini og síðar vafið belti um háls hennar í þrígang en banamein hennar var kyrking. Hann segist því næst hafa þvegið líkið af henni, sett það í stóran poka og borið út í bíl sinn. Vitni sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar Hákon kom með Sri í poka út úr húsinu og sagðist hafa séð fótlegg og rasskinn og gert sér grein fyrir að þarna hefði verið unnið voðaverk. Vitnið segist hafa fengið áfall við þessa sýn en gefið lögreglu skýrslu tveimur dögum síðar. Hákon ók með líkið víða um höfuðborgarsvæðið en kom því að lokum fyrir í hraungjótu í Hafnarfjarðarhrauni þar sem það fannst 3. ágúst eftir að Hákon hafði lengi villt um fyrir lögreglu. Geðlæknir sem rannsakaði Hákon segir hann sakhæfan og vel gefinn en með ákveðna persónuleikabresti sem Hákon eigi sjálfur erfitt með að koma auga á. Hann segist ekki hafa greint neina iðrun hjá Hákoni, sem er þvert á það sem Hákon sagði sjálfur í morgun. Ákæruvaldið krefst þess að Hákon verði dæmdur til 16 ára fangelsisvistar og sagði saksóknari ljóst að það hefði verið einbeittur ásetningur Hákons að bana Sri Rahmawati að morgni 4. júlí í fyrra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira