Allir geta ræktað matjurtir 2. mars 2005 00:01 Námskeið um ræktun matjurta verður haldið í Námsflokkum Hafnarfjarðar í mars. Þar getur fólk meðal annars lært að rækta eigin hvítlauk, salöt og krydd. "Ég ætla að stikla á því helsta sem viðkemur ræktun mat- og kryddjurta í heimilisgörðum," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu. "Við munum til dæmis ræða um grundvallaratriði ræktunarinnar eins og jarðveginn og skoða staðsetningu, sáningu og forræktun matjurta." Auður segir að gríðarleg aukning hafi orðið á undanförnum árum á alls kyns tegundum til ræktunar. "Þetta helst í hendur við breytta matarmenningu. Áður var matjurtagarðurinn oft lítið horn í garðinum á bak við runna og í mesta lagi verið að rækta kartöflur og rófur. Nú er í boði mikið úrval af nýjum og spennandi tegundum og alltaf bætist við. Fólk getur auðveldlega ræktað alls konar salöt eins og til dæmis klettasalat, og matjurtir eins og steinselju, timían, sítrónumelissu, salvíu og graslauk svo eitthvað sé nefnt. Svo er matlaukurinn mjög spennandi, ég hef verið að rækta bæði skalotlauk og hvítlauk og það hefur gengið mjög vel." Auður bendir á að ekki þurfi mikið pláss fyrir matjurtagarð og í viðbót við notagildið séu matjurtirnar oft mjög fallegar og litskrúðugar. "Þá eru berjarunnar hvers konar að verða vinsælir aftur eins og rifs- og sólber og einnig er hægt að rækta stilkilsber. Aðalatriðið er að byrja smátt og á auðveldum tegundum. Það er auðvitað miklu skemmtilegra að borða jurtir sem maður ræktar sjálfur, að ég tali nú ekki um ef þær eru lífrænt ræktaðar." Þeir sem vilja fræðast meira geta skellt sér á námskeiðið í Námsflokkum Hafnarfjarðar sem hefst miðvikudagsvöldið 9. mars. Námskeiðið stendur þrjú miðvikudagskvöld. Nám Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Námskeið um ræktun matjurta verður haldið í Námsflokkum Hafnarfjarðar í mars. Þar getur fólk meðal annars lært að rækta eigin hvítlauk, salöt og krydd. "Ég ætla að stikla á því helsta sem viðkemur ræktun mat- og kryddjurta í heimilisgörðum," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu. "Við munum til dæmis ræða um grundvallaratriði ræktunarinnar eins og jarðveginn og skoða staðsetningu, sáningu og forræktun matjurta." Auður segir að gríðarleg aukning hafi orðið á undanförnum árum á alls kyns tegundum til ræktunar. "Þetta helst í hendur við breytta matarmenningu. Áður var matjurtagarðurinn oft lítið horn í garðinum á bak við runna og í mesta lagi verið að rækta kartöflur og rófur. Nú er í boði mikið úrval af nýjum og spennandi tegundum og alltaf bætist við. Fólk getur auðveldlega ræktað alls konar salöt eins og til dæmis klettasalat, og matjurtir eins og steinselju, timían, sítrónumelissu, salvíu og graslauk svo eitthvað sé nefnt. Svo er matlaukurinn mjög spennandi, ég hef verið að rækta bæði skalotlauk og hvítlauk og það hefur gengið mjög vel." Auður bendir á að ekki þurfi mikið pláss fyrir matjurtagarð og í viðbót við notagildið séu matjurtirnar oft mjög fallegar og litskrúðugar. "Þá eru berjarunnar hvers konar að verða vinsælir aftur eins og rifs- og sólber og einnig er hægt að rækta stilkilsber. Aðalatriðið er að byrja smátt og á auðveldum tegundum. Það er auðvitað miklu skemmtilegra að borða jurtir sem maður ræktar sjálfur, að ég tali nú ekki um ef þær eru lífrænt ræktaðar." Þeir sem vilja fræðast meira geta skellt sér á námskeiðið í Námsflokkum Hafnarfjarðar sem hefst miðvikudagsvöldið 9. mars. Námskeiðið stendur þrjú miðvikudagskvöld.
Nám Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira