Rannsókn á Reykjaseli væri draumur 28. febrúar 2005 00:01 Við sjáum yfirleitt fyrir okkur fornleifafræðinga á haus niðri í einhverjum rústum. Það er sumarmyndin. En hvað gera þeir yfir veturinn? Dr. Bjarni F. Einarsson á Fornleifafræðistofunni svarar fyrir sína parta. "Allir gripir sem við tökum upp úr jörðinni á sumrin þarfnast frágangs yfir veturinn. Það verður að forverja, pakka niður, lýsa og ljósmynda. Svo þarf að skrifa og teikna. Í það fer veturinn. Hreinteikna allar teikningar, setja þær saman, skýra þær og túlka. Skrifa skýrslur og setja viðfangsefnið í samhengi við svipaða staði hér heima eða erlendis. Ganga frá skýrslum til verkkaupa eða til þeirra sjóða sem styrkja verkefnin og svo til Fornleifaverndar ríkisins. Gripir og önnur gögn lenda að lokum hjá Þjóðminjasafni Íslands en mitt næsta yfirvald er Fornleifaverndin. Ég sem sjálfstætt starfandi fornleifafræðingur á eigin stofu vinn líka við umhverfismat. Allar meiri háttar framkvæmdir þurfa að fara í slíkt mat því alltaf geta einhverjar fornleifar verið í hættu og þjóðminjalögin eru það sterk að þau vernda þær. Við leggjum mat á minja- og varðveislugildi og síðan er það Fornleifaverndin sem ákvarðar framhaldið. Það getur verið allt frá lítilli rannsókn til gríðarlegrar rannsóknar og við fornleifafræðingar tökum þær náttúrlega að okkur þegar niðurstaða liggur fyrir." Þá vitum við það en hvað skyldi Bjarni vera að fást við spennandi þessa dagana? "Ég er með ýmis verkefni sem tengjast uppgrefti mínum á Kirkjubæjarklaustri og einnig er ég að undirbúa birtingu stórrar greinar í erlendu tímariti. Hún er um Hólm í Nesjum og hefur legið alltof lengi í láginni. Akkúrat núna er ég að vinna að gerð tilboðs í einhvern stærsta uppgröft sem hefur farið í almennt útboð á Íslandi en það eru minjarnar uppi við Kárahnjúka sem kallaðar hafa verið Reykjasel. Ef maður fengi það verkefni væri það bara draumur í dós því það er ótrúlega spennandi!" Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við sjáum yfirleitt fyrir okkur fornleifafræðinga á haus niðri í einhverjum rústum. Það er sumarmyndin. En hvað gera þeir yfir veturinn? Dr. Bjarni F. Einarsson á Fornleifafræðistofunni svarar fyrir sína parta. "Allir gripir sem við tökum upp úr jörðinni á sumrin þarfnast frágangs yfir veturinn. Það verður að forverja, pakka niður, lýsa og ljósmynda. Svo þarf að skrifa og teikna. Í það fer veturinn. Hreinteikna allar teikningar, setja þær saman, skýra þær og túlka. Skrifa skýrslur og setja viðfangsefnið í samhengi við svipaða staði hér heima eða erlendis. Ganga frá skýrslum til verkkaupa eða til þeirra sjóða sem styrkja verkefnin og svo til Fornleifaverndar ríkisins. Gripir og önnur gögn lenda að lokum hjá Þjóðminjasafni Íslands en mitt næsta yfirvald er Fornleifaverndin. Ég sem sjálfstætt starfandi fornleifafræðingur á eigin stofu vinn líka við umhverfismat. Allar meiri háttar framkvæmdir þurfa að fara í slíkt mat því alltaf geta einhverjar fornleifar verið í hættu og þjóðminjalögin eru það sterk að þau vernda þær. Við leggjum mat á minja- og varðveislugildi og síðan er það Fornleifaverndin sem ákvarðar framhaldið. Það getur verið allt frá lítilli rannsókn til gríðarlegrar rannsóknar og við fornleifafræðingar tökum þær náttúrlega að okkur þegar niðurstaða liggur fyrir." Þá vitum við það en hvað skyldi Bjarni vera að fást við spennandi þessa dagana? "Ég er með ýmis verkefni sem tengjast uppgrefti mínum á Kirkjubæjarklaustri og einnig er ég að undirbúa birtingu stórrar greinar í erlendu tímariti. Hún er um Hólm í Nesjum og hefur legið alltof lengi í láginni. Akkúrat núna er ég að vinna að gerð tilboðs í einhvern stærsta uppgröft sem hefur farið í almennt útboð á Íslandi en það eru minjarnar uppi við Kárahnjúka sem kallaðar hafa verið Reykjasel. Ef maður fengi það verkefni væri það bara draumur í dós því það er ótrúlega spennandi!"
Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira