Góður tími til runnaklippinga 28. febrúar 2005 00:01 Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring." Hús og heimili Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira
Nú liggur gróður í dvala og þá er gott að grófklippa limgerðin. Við hittum Guðlaugu Þorsteinsdóttur garðyrkjufræðing að störfum vestur í bæ. Hún átti ýmis góð ráð í pokahorninu. "Það er nauðsynlegt að klippa limgerði bæði að vetri og sumri. Grófklippa að vetrinum en fínklippa á sumrin," eru fyrstu heilræðin hjá Guðlaugu. Hún kveðst klippa sem næst því sem áður hafi verið gert til að halda löguninni en suma víðirunna taki hún alveg niðri við jörð til að láta þá endurnýja sig. "Það er ágætt að gera það svona á tíu ára fresti," segir hún. Guðlaug hefur sinnt starfi garðyrkjufræðings í sex ár. Nú er hún hjá borginni og hefur aðalumsjón með Hljómskálagarðinum og Einarsgarði, milli Hringbrautar og Laufásvegar. En hún og stöllur hennar í sömu stétt hafa samvinnu þegar kemur að grófum klippingum og vestur á Aflagranda var hún þegar við fundum hana. Guðlaug segir misjafnt eftir tegundum hvernig best sé að klippa. Huga verði að þéttleika og ákveða hvernig limgerðið eigi að vera í lögun -- bylgjótt eða beint. "Víðitegundir vaxa yfirleitt hratt svo oft þarf að taka fram klippurnar til að halda honum í skefjum. Mispill vex hins vegar hægt og honum hlífir maður meira. Samt verður að klippa hann vel á hliðunum til að láta hann þétta sig. Kvistir eru yfirleitt snyrtir þannig að dauðar og sverar greinar eru klipptar burt en lögunin er látin halda sér. Maður þarf að þekkja kvistina áður en maður leggur til atlögu við þá til að spilla ekki blómgun því það er misjafnt hvort tegundirnar blómgast á fyrsta eða öðru ári," segir Guðlaug og bendir almenningi á að langöruggast sé að ráðfæra sig við fagfólk áður en farið sé út í klippingar. "Aðgerðir geta bæði verið of og van og oft kemur maður í garða þar sem maður óskar þess að fólk hefði hringt fjórum árum fyrr," segir hún. Bætir svo við að lokum: "Við gerum ekkert kraftaverk á einum vetri. Þetta er stanslaus umhirða allan ársins hring."
Hús og heimili Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Sjá meira