Allt brann sem brunnið gat 27. febrúar 2005 00:01 Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan hafði nýlega keypt raðhúsið og eytt drjúgum tíma í að gera það upp og var nýbúin að mála það allt að innan. Á laugardagskvöld var fjölskyldan úti að borða þegar hringt var í Hjálmar og honum sagt að kviknað væri í húsinu. Hann kom að húsinu í ljósum logum. Það eina af munum fjölskyldunnar sem bjargaðist var fjórir kassar sem átti eftir að fara með í húsið. Hjálmar segir of snemmt að segja hvað taki við. "Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur við." Fjölskyldan býr hjá aðstandendum um sinn. "Það var verulega heitt þarna og við áttum í erfiðleikum með að komast inn sökum hita. Það brenndist einn maður frá okkur lítillega þegar hann reyndi að komast inn," segir Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að slökkva eldinn. "En íbúðin var mikið brennd og flestir innanstokksmunir brenndir," segir Höskuldur. Reykur barst í aðliggjandi íbúð og þurfti að reykræsta hana en Höskuldur segir að ekki hafi verið hætta á að eldurinn breiddist út í aðrar íbúðir. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eldsupptökin voru en eldhúsið og stofan eru mjög mikið brunnin og engu líkara en sprenging hafi orðið þar inni. Nýbúið var að leggja rafmagn í húsið og horfa rannsakendur helst til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni þó ekki sé hægt að slá neinu föstu að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan hafði nýlega keypt raðhúsið og eytt drjúgum tíma í að gera það upp og var nýbúin að mála það allt að innan. Á laugardagskvöld var fjölskyldan úti að borða þegar hringt var í Hjálmar og honum sagt að kviknað væri í húsinu. Hann kom að húsinu í ljósum logum. Það eina af munum fjölskyldunnar sem bjargaðist var fjórir kassar sem átti eftir að fara með í húsið. Hjálmar segir of snemmt að segja hvað taki við. "Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur við." Fjölskyldan býr hjá aðstandendum um sinn. "Það var verulega heitt þarna og við áttum í erfiðleikum með að komast inn sökum hita. Það brenndist einn maður frá okkur lítillega þegar hann reyndi að komast inn," segir Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að slökkva eldinn. "En íbúðin var mikið brennd og flestir innanstokksmunir brenndir," segir Höskuldur. Reykur barst í aðliggjandi íbúð og þurfti að reykræsta hana en Höskuldur segir að ekki hafi verið hætta á að eldurinn breiddist út í aðrar íbúðir. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eldsupptökin voru en eldhúsið og stofan eru mjög mikið brunnin og engu líkara en sprenging hafi orðið þar inni. Nýbúið var að leggja rafmagn í húsið og horfa rannsakendur helst til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni þó ekki sé hægt að slá neinu föstu að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira