Átakamikið flokksþing 27. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira