Orðrómurinn ekki réttur 27. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson fékk 78% atkvæða, þegar öll atkvæði eru talin, í formannskjörinu á flokksþingi Framsóknarmanna um helgina. Hann fékk 97% atkvæða á flokksþinginu fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort honum finnist vegur sinn innan flokksins hafa minnkað segir Halldór svo ekki vera. Þetta sé afgerandi kosning og líta beri til þess að kosningaþátttakan sé meiri en verið hefur. Það liggi þó ljóst fyrir að nokkur erfið mál hafi verið innan Framsóknarflokksins og á hans vegum. „Ég lagði mikla áherslu á það að við skýrðum afstöðu okkar til Evrópumálanna og það er náttúrlega ekki allir sáttir við það. Og það er nú þannig að þegar menn eru að bera fram mál sem skipta máli þá hefur það áhrif,“ segir Halldór. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Í dag var ályktunin orðin á þá leið að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs" undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Miðað við þau sjónarmið sem Halldór hefur haft til Evrópusambandsaðildar má segja að þau hafi orðið undir. Hann kveðst hins vegar alls ekki upplifa það þannig. Það hafi t.a.m. legið ljóst fyrir að hans mati að fyrstu drögin að ályktuninni gengju ekki upp. „Hins vegar er þetta í fyrsta skipti sem hugsanleg aðild að Evrópusambandinu er komin á dagskrá hjá Framsóknarflokknum með svona afgerandi hætti,“ segir Halldór. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér gegn sjónarmiðum Halldórs í Evrópumálinu. Spurður hvort hann sé sáttur við það segist Halldór bera mikla virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra beggja. Það sé ljóst að hann og Steingrímur hafi ekki alltaf verið sammála í þessu máli, ekki einu sinni þegar þeir voru saman í ríkisstjórn, og það sé óbreytt. Steingrímur hefur gagnrýnt aðgerðir Halldórs í ýmsum málum undanfarin misseri. Aðspurður hvernig hann kunni við þessar síðbúnu, pólitísku innkomur Steingríms segir Halldór að það sé hans mál. Hann sætti sig við þetta þó það sé stundum ekkert sérstaklega þægilegt fyrir þá sem starfi í stjórnmálum í dag að þeir sem eru löngu farnir frá komi fram með ákveðnar skoðanir. Halldóri finnst hann ekki vera að missa stjórnina á Framsóknarflokknum, þrátt fyrir að fylgi flokksins og hans persónulega fylgi hafi dvínað undanfarið samkvæmt könnunum. „Það liggur ljóst fyrir að sá sem er í forystu fyrir ríkisstjórn og flokk eins og Framsóknarflokkinn má búast við því að sitja undir gagnrýni. Það kemur engum á óvart og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Halldór. Halldór segist ekki öfunda Davíð Oddsson af því að allir virðist þramma í takt innan Sjálfstæðisflokksins en ekki innan raða framsóknarmanna. „Það liggur vitanlega ljóst fyrir að það eru skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins eins og í öllum öðrum flokkum,“ segir Halldór. Sumir af forystumönnum Framsóknarflokksins liggja ekkert á þeirri skoðun sinni, a.m.k. í einkasamtölum, að Halldór hafi einangrast með einhverjum hætti innan flokksins og það komist helst ekkert aðrir að honum en „Bræðurnir og Björn Ingi“, þ.e. Árni og Páll Magnússynir og Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Halldór segist ekki kannast við að hafa tekið einhverja tiltekna einstaklinga að brjósti sér og úthýst öðrum. „Ég kannast við þennan orðróm en hann er einfaldlega ekki réttur,“ segir Halldór. Í heildina segist Halldór mjög ánægður með flokksþingið. „Ég fór inn í það með flensu og svolítinn hita. En það er svo skrítið að hún hefur heldur skánað,“ segir Halldór hlæjandi að lokum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson fékk 78% atkvæða, þegar öll atkvæði eru talin, í formannskjörinu á flokksþingi Framsóknarmanna um helgina. Hann fékk 97% atkvæða á flokksþinginu fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort honum finnist vegur sinn innan flokksins hafa minnkað segir Halldór svo ekki vera. Þetta sé afgerandi kosning og líta beri til þess að kosningaþátttakan sé meiri en verið hefur. Það liggi þó ljóst fyrir að nokkur erfið mál hafi verið innan Framsóknarflokksins og á hans vegum. „Ég lagði mikla áherslu á það að við skýrðum afstöðu okkar til Evrópumálanna og það er náttúrlega ekki allir sáttir við það. Og það er nú þannig að þegar menn eru að bera fram mál sem skipta máli þá hefur það áhrif,“ segir Halldór. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Í dag var ályktunin orðin á þá leið að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs" undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Miðað við þau sjónarmið sem Halldór hefur haft til Evrópusambandsaðildar má segja að þau hafi orðið undir. Hann kveðst hins vegar alls ekki upplifa það þannig. Það hafi t.a.m. legið ljóst fyrir að hans mati að fyrstu drögin að ályktuninni gengju ekki upp. „Hins vegar er þetta í fyrsta skipti sem hugsanleg aðild að Evrópusambandinu er komin á dagskrá hjá Framsóknarflokknum með svona afgerandi hætti,“ segir Halldór. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér gegn sjónarmiðum Halldórs í Evrópumálinu. Spurður hvort hann sé sáttur við það segist Halldór bera mikla virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra beggja. Það sé ljóst að hann og Steingrímur hafi ekki alltaf verið sammála í þessu máli, ekki einu sinni þegar þeir voru saman í ríkisstjórn, og það sé óbreytt. Steingrímur hefur gagnrýnt aðgerðir Halldórs í ýmsum málum undanfarin misseri. Aðspurður hvernig hann kunni við þessar síðbúnu, pólitísku innkomur Steingríms segir Halldór að það sé hans mál. Hann sætti sig við þetta þó það sé stundum ekkert sérstaklega þægilegt fyrir þá sem starfi í stjórnmálum í dag að þeir sem eru löngu farnir frá komi fram með ákveðnar skoðanir. Halldóri finnst hann ekki vera að missa stjórnina á Framsóknarflokknum, þrátt fyrir að fylgi flokksins og hans persónulega fylgi hafi dvínað undanfarið samkvæmt könnunum. „Það liggur ljóst fyrir að sá sem er í forystu fyrir ríkisstjórn og flokk eins og Framsóknarflokkinn má búast við því að sitja undir gagnrýni. Það kemur engum á óvart og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Halldór. Halldór segist ekki öfunda Davíð Oddsson af því að allir virðist þramma í takt innan Sjálfstæðisflokksins en ekki innan raða framsóknarmanna. „Það liggur vitanlega ljóst fyrir að það eru skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins eins og í öllum öðrum flokkum,“ segir Halldór. Sumir af forystumönnum Framsóknarflokksins liggja ekkert á þeirri skoðun sinni, a.m.k. í einkasamtölum, að Halldór hafi einangrast með einhverjum hætti innan flokksins og það komist helst ekkert aðrir að honum en „Bræðurnir og Björn Ingi“, þ.e. Árni og Páll Magnússynir og Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Halldór segist ekki kannast við að hafa tekið einhverja tiltekna einstaklinga að brjósti sér og úthýst öðrum. „Ég kannast við þennan orðróm en hann er einfaldlega ekki réttur,“ segir Halldór. Í heildina segist Halldór mjög ánægður með flokksþingið. „Ég fór inn í það með flensu og svolítinn hita. En það er svo skrítið að hún hefur heldur skánað,“ segir Halldór hlæjandi að lokum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels