Vilja undirbúa aðildarviðræður 26. febrúar 2005 00:01 Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira