Hörð átök um Evrópustefnuna 26. febrúar 2005 00:01 Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira