Formannskjör ekki útilokað 25. febrúar 2005 00:01 p>Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. "Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að auknum áhrifum mínum innan flokksins," sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að ályktunum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. "Framsóknarflokkurinn hefur farið mjög rækilega í gegnum Evrópumálin og sett fram stefnu sína með skýrum hætti. Við teljum að áfram eigi að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," sagði Árni. "Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins," sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við því að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Kristinn sagðist auk þessa eiga von á því að rætt verði um stjórnarsamstarfið, slæma stöðu Framsóknarflokksins, hægri sveiflu flokksins og starfshætti. "Teknar hafa verið ákvarðanir í mikilvægum málum án þess að fram fari nauðsynleg umræða innan flokksins og stundum þingflokksins og get ég nefnt fjölmiðlamálið, Íraksmálið og Landsvirkjun sem dæmi um það," sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málefni flokksþingsins í gær. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
p>Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. "Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að auknum áhrifum mínum innan flokksins," sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að ályktunum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. "Framsóknarflokkurinn hefur farið mjög rækilega í gegnum Evrópumálin og sett fram stefnu sína með skýrum hætti. Við teljum að áfram eigi að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," sagði Árni. "Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins," sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við því að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Kristinn sagðist auk þessa eiga von á því að rætt verði um stjórnarsamstarfið, slæma stöðu Framsóknarflokksins, hægri sveiflu flokksins og starfshætti. "Teknar hafa verið ákvarðanir í mikilvægum málum án þess að fram fari nauðsynleg umræða innan flokksins og stundum þingflokksins og get ég nefnt fjölmiðlamálið, Íraksmálið og Landsvirkjun sem dæmi um það," sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málefni flokksþingsins í gær.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira