Þjóðir bregðist við hættunni 24. febrúar 2005 00:01 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ekki meira hættu á heimsfaraldi, vegna fuglaflensunnar, hafa verið síðan á árinu 1968. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður lþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnunarinnar, væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíðindi. Hitt bæri að hafa í huga að þörf er á að ver á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. "Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er," sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitaðist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá, að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði, að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis, að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heimsfaraldurs inflúensu. Skyldi hann miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af almennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. "Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi," sagði Davíð. "Tillagan verður áreiðanlega samþykkt á því þingi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ekki meira hættu á heimsfaraldi, vegna fuglaflensunnar, hafa verið síðan á árinu 1968. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður lþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnunarinnar, væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíðindi. Hitt bæri að hafa í huga að þörf er á að ver á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. "Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er," sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitaðist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá, að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði, að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis, að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heimsfaraldurs inflúensu. Skyldi hann miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af almennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. "Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi," sagði Davíð. "Tillagan verður áreiðanlega samþykkt á því þingi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira