Óttast um líf sitt í kjölfar morða 22. febrúar 2005 00:01 Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira