Endurupptaka ekki útilokuð 22. febrúar 2005 00:01 Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997. Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997.
Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira