Siv undrast að vera ekki boðið 21. febrúar 2005 00:01 Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira