Innlent

Ekki samkeppni í blóðrannsóknum

Rannsóknarstofan í Mjódd hafði sent erindi þessa efnis til samkeppnisstofnunar, þar sem talið var að fyrirhugaðri starfsemi hinnar nýju rannsóknarstofu LSH kæmi til með að raska verulega samkeppni á rannsóknarmarkaði. Niðurstaða samkeppnisráðs er sú, að frjáls samkeppni merki að aðili bjóði vöru sína eða þjónustu á markaði. Upplýst sé í máli þessu að RLSH veiti ekki rannsóknaþjónustu á hinum almenna markaði heldur séu rannsóknir fyrst og fremst framkvæmdar í þágu eigin starfsemi heilbrigðisyfirvalda. Mat samkeppnisráðs sé að starfsemi RLSH er lýtur að rannsóknum fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu teljist ekki í frjálsri samkeppni við aðrar rannsóknarstofur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×