Eykur verðmæti sjávarafurða 19. febrúar 2005 00:01 Þótt Sjöfn Sigurgísladóttir titli sig matvælafræðing í símaskránni er hún líka annað og meira því hún veitir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins forstöðu. Sjöfn tók við forstjórastarfinu í maí 2002 svo það er komið vel á þriðja ár síðan. Hún situr uppi á annarri hæð í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu og af skrifstofunni sér hún til skipaferða um Faxaflóann. Þegar haft er orð á að búast mætti við karlmanni í þessum stól hlær hún og kveðst alltaf hafa unnið mikið með karlmönnum, það fylgi raunvísindunum og sé bara skemmtilegt. Hún nefnir LÍÚ fundi sem dæmi um miklar herrasamkomur. Sjöfn er faglegur leiðtogi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins auk þess bera ábyrgð á rekstri hennar og starfsemi. "Samskipti eru mikilvægur þáttur í mínu starfi því stofnunin vinnur náið með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, háskólunum og öðrum rannsóknaraðilum," segir hún og leggur áherslu á að hlutverk stofnunarinnar sé að auka verðmæti sjávarafurða. "Við erum með um 60 starfsmenn og erum að vinna á fimm stöðum á landinu, í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað auk þess sem við erum í samstarfi við fyrirtæki og rannsóknaraðila erlendis," upplýsir hún. Af sjálfu leiðir að mikil ferðalög fylgja starfi Sjafnar bæði um landið og líka út fyrir landsteinana og lokorð hennar í viðtalinu undirstrika það. "Við viljum tengjast sem flestum til að byggja upp þekkingu og hafa sem mest áhrif á þróunina." Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þótt Sjöfn Sigurgísladóttir titli sig matvælafræðing í símaskránni er hún líka annað og meira því hún veitir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins forstöðu. Sjöfn tók við forstjórastarfinu í maí 2002 svo það er komið vel á þriðja ár síðan. Hún situr uppi á annarri hæð í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu og af skrifstofunni sér hún til skipaferða um Faxaflóann. Þegar haft er orð á að búast mætti við karlmanni í þessum stól hlær hún og kveðst alltaf hafa unnið mikið með karlmönnum, það fylgi raunvísindunum og sé bara skemmtilegt. Hún nefnir LÍÚ fundi sem dæmi um miklar herrasamkomur. Sjöfn er faglegur leiðtogi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins auk þess bera ábyrgð á rekstri hennar og starfsemi. "Samskipti eru mikilvægur þáttur í mínu starfi því stofnunin vinnur náið með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, háskólunum og öðrum rannsóknaraðilum," segir hún og leggur áherslu á að hlutverk stofnunarinnar sé að auka verðmæti sjávarafurða. "Við erum með um 60 starfsmenn og erum að vinna á fimm stöðum á landinu, í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað auk þess sem við erum í samstarfi við fyrirtæki og rannsóknaraðila erlendis," upplýsir hún. Af sjálfu leiðir að mikil ferðalög fylgja starfi Sjafnar bæði um landið og líka út fyrir landsteinana og lokorð hennar í viðtalinu undirstrika það. "Við viljum tengjast sem flestum til að byggja upp þekkingu og hafa sem mest áhrif á þróunina."
Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira