Innlent

Læknar mjög meðvitaðir

Allir eru að reyna að finna einhver önnur úrræði, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir um þau ummæli deildarstjóra Tryggingastofnunar að sjúklingum hefði verið vísað á önnur COX - II lyf eftir að Vioxx hafði verið tekið af markaði. Matthías kvaðst hafa rætt við marga lækna undanfarna daga um notkun COX - II lyfjanna og allir væru mjög meðvitaðir um kosti þeirra og ókosti. Tölur frá sölufyrirtækjum sýndu jafnframt að lyfið Celebra, sem er algengasta lyfið í COX - II lyfjaflokknum, hefði hrunið úr níu milljónum niður í um eina og hálfa milljón á síðustu mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×