Innlent

Óviðeigandi gagnrýni

Á nýafstaðinni ráðstefnu SÍBS um lyfjamál sagði Inga að eftir að verkjalyfið Vioxx hefði verið tekið af markaði í haust sem leið, hefði sjúklingum verið ávísað á önnur COX-II lyf í sama flokki og Vioxx. Hún teldi lækna ekki hafa verið nógu varkára í þessum efnum. Formaður Læknafélagsins, Sigurbjörn Sveinsson, sagði að hvað varðaði faglegar athugasemdir deildarstjóra TR þá væru þær "óviðeigandi og verður það athugað sérstaklega", eins og hann orðaði það. Aðspurður kvaðst Sigurbjörn ekki vilja tjá sig frekar um þá athugun. Hann benti á að það væru aðrir en læknar sem ættu að hafa eftirlit með því á hvaða forsendum þessi lyf væru á markaði. Þau kæmu mjög mörgum sjúklingum til góða og bættu líf þeirra. "Á meðan gefa læknar út lyfseðla á þessi lyf í þágu sjúklinganna," sagði Sigurbjörn."Það eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×