Beðið eftir lögmanninum 16. febrúar 2005 00:01 Rannsókn á því hvort fjórir lettneskir starfsmenn GT verktaka séu löglegir í starfi sínu við fólksflutninga á Kárahnjúkum eða ekki er í biðstöðu meðan beðið er eftir því að lögmaður GT verktaka komi úr skíðaferð erlendis. Von er á honum til landsins í næstu viku og verður rannsókn málsins þá haldið áfram. Þegar er búið að yfirheyra Lettana en ekki er búið að yfirheyra aðra, t.d. stjórnendur fyrirtækisins. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Egilsstöðum, segir að málið sé flókið og taki nokkurn tíma í rannsókn. Enginn tímarammi sé í gangi, mestu skipti að upplýsa málið. "Meðan ekki er leyst úr deilum um það hvort þetta sé löglegt eða ekki er mönnunum heimil dvöl í landinu því að þeir eru EES-borgarar," segir Lárus. "Við höfum ekki frumkvæði að því að stöðva atvinnu þessara manna meðan það liggur ekki fyrir." Deilan snýst um það hvort heimilt sé að vinna hér án atvinnu- og dvalarleyfis og segir Lárus reynt að hraða rannsókninni eins og mögulegt er. Mennirnir megi koma hingað, dveljast hér og leita sér að vinnu en umdeilt sé hvort þeir megi vinna hér án leyfa þar til nýjar reglur taka gildi 1. maí 2006. Talsmaður GT verktaka segir að Lettarnir séu starfsmenn undirverktaka síns, fyrirtækisins Vislandia í Riga í Lettlandi, og vildi ekki gefa upp símanúmer stjórnenda þess fyrr en lögmaðurinn væri kominn til starfa. Þegar reynt var að hafa uppi á símanúmeri Vislandia í Lettlandi fannst það ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Rannsókn á því hvort fjórir lettneskir starfsmenn GT verktaka séu löglegir í starfi sínu við fólksflutninga á Kárahnjúkum eða ekki er í biðstöðu meðan beðið er eftir því að lögmaður GT verktaka komi úr skíðaferð erlendis. Von er á honum til landsins í næstu viku og verður rannsókn málsins þá haldið áfram. Þegar er búið að yfirheyra Lettana en ekki er búið að yfirheyra aðra, t.d. stjórnendur fyrirtækisins. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Egilsstöðum, segir að málið sé flókið og taki nokkurn tíma í rannsókn. Enginn tímarammi sé í gangi, mestu skipti að upplýsa málið. "Meðan ekki er leyst úr deilum um það hvort þetta sé löglegt eða ekki er mönnunum heimil dvöl í landinu því að þeir eru EES-borgarar," segir Lárus. "Við höfum ekki frumkvæði að því að stöðva atvinnu þessara manna meðan það liggur ekki fyrir." Deilan snýst um það hvort heimilt sé að vinna hér án atvinnu- og dvalarleyfis og segir Lárus reynt að hraða rannsókninni eins og mögulegt er. Mennirnir megi koma hingað, dveljast hér og leita sér að vinnu en umdeilt sé hvort þeir megi vinna hér án leyfa þar til nýjar reglur taka gildi 1. maí 2006. Talsmaður GT verktaka segir að Lettarnir séu starfsmenn undirverktaka síns, fyrirtækisins Vislandia í Riga í Lettlandi, og vildi ekki gefa upp símanúmer stjórnenda þess fyrr en lögmaðurinn væri kominn til starfa. Þegar reynt var að hafa uppi á símanúmeri Vislandia í Lettlandi fannst það ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira