Ótrúlega spennandi matseðill 16. febrúar 2005 00:01 "Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir. Food and Fun Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
"Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir.
Food and Fun Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira