Ekta franskt bakkelsi 11. febrúar 2005 00:01 Skólavörðustíginn mætti orðið kalla sælkerastíg þar sem hver sælkerabúðin tekur við af annarri. Nýjasta viðbótin er notalega franska kaffihúsið Moulin Rouge sem er í eigu Azis Mihoubi. Moulin Rouge er nýtt kaffihús á Skólavörðustígnum og eins og nafnið gefur til kynna er það franskt. Eigandi kaffihússins er fransmaðurinn Azis Mihoubi sem kom hingað til lands fyrir níu árum til að leika handbolta með Val. Ástæða þess að hann opnaði kaffihúsið segir hann vera einfalda. Hann saknaði hins franska croissant sem hann er vanur að fá sér á morgnana í París. Azis segist ekki hafa sett kaffihúsið upp sérstaklega með gróða í huga heldur hafi ástríðan ráðið ferðinni. Azis er afar afslappaður og afgreiðir viðskiptavini sína með kurteisi og hægir eilítið á tímanum með látlausu yfirbragði sínu. Rólegheit og þægileg tónlist ræður ríkjum og býður staðurinn upp á góðar samræður þar sem tíminn skiptir ekki sköpum. Að sjálfsögðu ber að minnast á hið ekta franska bakkelsi sem er á boðstólum eins og croissant, pain au chocolat og baguette. Það gerist ekki franskara, nema þó kannski hin franska hugsun Azis um kaffihús þar sem fólk getur setið og fylgst með fólkinu úti götu, og á Moulin Rouge eru stórir gluggar sem gefa gestum staðarins tækifæri til að halla sér aftur og horfa á heiminn líða hjá. Trés bien! Matur Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Skólavörðustíginn mætti orðið kalla sælkerastíg þar sem hver sælkerabúðin tekur við af annarri. Nýjasta viðbótin er notalega franska kaffihúsið Moulin Rouge sem er í eigu Azis Mihoubi. Moulin Rouge er nýtt kaffihús á Skólavörðustígnum og eins og nafnið gefur til kynna er það franskt. Eigandi kaffihússins er fransmaðurinn Azis Mihoubi sem kom hingað til lands fyrir níu árum til að leika handbolta með Val. Ástæða þess að hann opnaði kaffihúsið segir hann vera einfalda. Hann saknaði hins franska croissant sem hann er vanur að fá sér á morgnana í París. Azis segist ekki hafa sett kaffihúsið upp sérstaklega með gróða í huga heldur hafi ástríðan ráðið ferðinni. Azis er afar afslappaður og afgreiðir viðskiptavini sína með kurteisi og hægir eilítið á tímanum með látlausu yfirbragði sínu. Rólegheit og þægileg tónlist ræður ríkjum og býður staðurinn upp á góðar samræður þar sem tíminn skiptir ekki sköpum. Að sjálfsögðu ber að minnast á hið ekta franska bakkelsi sem er á boðstólum eins og croissant, pain au chocolat og baguette. Það gerist ekki franskara, nema þó kannski hin franska hugsun Azis um kaffihús þar sem fólk getur setið og fylgst með fólkinu úti götu, og á Moulin Rouge eru stórir gluggar sem gefa gestum staðarins tækifæri til að halla sér aftur og horfa á heiminn líða hjá. Trés bien!
Matur Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun