Fallegir hlutir til heimilisins 10. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA Hús og heimili Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA
Hús og heimili Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira