Nýtt varðskip á næsta ári 8. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. Þrír menn fóru í gærmorgunn til Danmerkur og Noregs til að skoða þrjár tegundir af skipum. Georg segir helst vera horft til millistórra fjölnotaskipa með dráttar-, björgunar-, rannsóknar- og mengunarbúnaði. Sjálfur fer Georg ásamt einum skipherra gæslunnar á fund fulltrúa danska sjóhersins í Danmörku á morgun. Eins reiknar hann með að senda menn út til Þýskalands í næstu viku til að skoða tilboð þaðan. Nýtt skip segir hann kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða í kaupum en hann býst við nýtt skip yrði leigt. Leiga á slíku skipi í tíu ár gæti kostað um það bil það sama og kaupverðið en munur felst í að ekki þarf að leggja út fé eða taka lán fyrir skipinu heldur yrði leiga greidd með ákveðnu milli bili. Eins væri þá um að ræða minni skuldbindingu. Þá hefur Landhelgisgæslan verið að kanna með Flugfélagi Íslands hvort flötur sé á sameiginlegum flugrekstri en ljós er að Fokker flugvéla Gæslunnar á ekki meira en tvö ár eftir. Aðallega eru fjórar tegundir flugvéla til skoðunar, þær eru allar um þrjátíu sæta fjölnota vélar framleiddar frá árinu 1998 til 2002. Ódýrast vélin sem er til skoðunar er Fokker 50 vél en með þeim búnaði sem þarf kostar slík vél um átta hundruð milljónir, þar af er búnaður fyrir um sex hundruð milljónir. Hinar vélarnar sem eru af tegundinni Dash 8, CASA C-295 Persuader og Dornier 328 eru um helmingi dýrari en verð búnaðarins er svipað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira