Aðferð veigameiri en verknaður 13. október 2005 15:31 Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir flutti fyrirlestur um efni kandídatsritgerðar sinnar til embættisprófs í lögfræði í dag. Rigerðin heitir Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Samkvæmt henni skilgreina lögin á þrennan hátt það sem almenningur kallar nauðgun. Þorbjörg segir að hún hafi skoðað í ritgerðinni hvernig lögin skilgreini nauðgun og hvort sá skilningur laganna fari saman við það sem fólk kalli í daglegu tali nauðgun. Niðurstaðan hafi verið sú að svo sé ekki. Að sögn Þorbjargar telst það einungis nauðgun ef gerandinn kemur fram vilja sínum gegn þolanda með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, annars telst það misneyting. Þannig er gerður reginmunur á því hvort ofbeldi eða hótun er beitt eða viðkomandi komi fram vilja sínum við til dæmis manneskju sem sefur áfengissvefni. Þorbjörg segir þetta dæmi um hvernig skilningur laga og skilningur almennings fari ekki saman. Allir þekki umræðuna um útihátíðanauðganir um verslunarmannahelgi en í þeim tilvikum sem þolandi sé dauður af völdum drykkju og geti ekki spornað við verknaðinum teljist það misneyting hafi þolandinn sjálfur komið sér í það ástand. Jafnvel þótt samræði fari í þeim tilvikum fram gegn vilja þolanda teljist það brot ekki nauðgun í skilningi laganna. Þannig virðast lögin líta alvarlegri augum á ofbeldisárásina sem slíka fremur en árásina á kynfrelsi viðkomandi því refsingin er mismunandi. Þorbjörg segir að refsiramminn fyrir nauðgun sé eins til sextán ára fangelsi en fyrir misneytingu og aðra ólögmæta kynferðisnauðung sé hámarksrefsing sex ár þannig að það muni heilum tíu árum í refsiramma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira
Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir flutti fyrirlestur um efni kandídatsritgerðar sinnar til embættisprófs í lögfræði í dag. Rigerðin heitir Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Samkvæmt henni skilgreina lögin á þrennan hátt það sem almenningur kallar nauðgun. Þorbjörg segir að hún hafi skoðað í ritgerðinni hvernig lögin skilgreini nauðgun og hvort sá skilningur laganna fari saman við það sem fólk kalli í daglegu tali nauðgun. Niðurstaðan hafi verið sú að svo sé ekki. Að sögn Þorbjargar telst það einungis nauðgun ef gerandinn kemur fram vilja sínum gegn þolanda með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, annars telst það misneyting. Þannig er gerður reginmunur á því hvort ofbeldi eða hótun er beitt eða viðkomandi komi fram vilja sínum við til dæmis manneskju sem sefur áfengissvefni. Þorbjörg segir þetta dæmi um hvernig skilningur laga og skilningur almennings fari ekki saman. Allir þekki umræðuna um útihátíðanauðganir um verslunarmannahelgi en í þeim tilvikum sem þolandi sé dauður af völdum drykkju og geti ekki spornað við verknaðinum teljist það misneyting hafi þolandinn sjálfur komið sér í það ástand. Jafnvel þótt samræði fari í þeim tilvikum fram gegn vilja þolanda teljist það brot ekki nauðgun í skilningi laganna. Þannig virðast lögin líta alvarlegri augum á ofbeldisárásina sem slíka fremur en árásina á kynfrelsi viðkomandi því refsingin er mismunandi. Þorbjörg segir að refsiramminn fyrir nauðgun sé eins til sextán ára fangelsi en fyrir misneytingu og aðra ólögmæta kynferðisnauðung sé hámarksrefsing sex ár þannig að það muni heilum tíu árum í refsiramma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira