Rannsóknarhagsmunir í hættu 1. febrúar 2005 00:01 Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira