Staðfestir sakir olíufélaganna 1. febrúar 2005 00:01 Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira