Hörð valdabarátta innan Framsóknar 28. janúar 2005 00:01 Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins. Félagið Freyja í Kópavogi er elsta kvenfélag Framsóknarflokksins og það félag sem stutt hefur hvað ötullegast við Siv Friðleifsdóttur. Siv skrifar um aðalfund Freyju á heimasíðu sinni og segir hann hafa verið afar merkilegan fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félagið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, hafði komið með á flokksskrifstofuna sama dag og aðalfundur var haldinn. Þá sér Siv ástæðu til að tiltaka sérstaklega að auk Aðalheiðar hafi eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og bróðir Páls mætt á fundinn. Lögmæti fundarins var dregið í efa en þó var kosið í stjórn. Tvær voru felldar úr stjórn, önnur þeirra er Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar. Innan Framsóknarflokksins heyrast þær raddir að það að Aðalheiður, eiginkona Páls og svilkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, komist í stjórn sé einmitt liður í valdatafli sem miði að því að koma þeim bræðrum fram fyrir Siv á næsta flokksþingi. Aðalheiður segir það alls ekki vera rétt og segir að með því að halda því fram sé verið að tala niður til kvenna. Konurnar hafi gengið til liðs við félagið til að styðja Sigurbjörgu Vilmundardóttur til stjórnarsetu. Á fundinum dró Sigurbjörg framboð sitt til baka en þó má ljóst vera að einhver verða eftirmálin. Laganefnd Framsóknarflokksins fær málið inn á sitt borð og mun þá væntanlega kanna lögmæti þeirrar smölunar sem fram fór fyrir aðalfundinn. Aðalheiður segir að svona komi konur inn í stjórnmál, þ.e. þegar þær eru hvattar til að taka þátt, og það sé grátlegt að sjá Siv bregðast við með þessum hætti. Siv vildi ekki ræða aðalfund Freyjunnar við fréttastofuna í dag.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira