Sport

KR tapar í borginni

Karlalið KR í Intersportdeildinni tapaði 91-99 fyrir Fjölni í Grafarvogi í fyrrakvöld og hefur þar með tapað öllum þremur innbyrðisleikjunum í höfuðborginni í vetur. KR á aðeins eftir að spila einu við ÍR og því er ljóst að liðið hefur tapað slagnum við hin Reykjavíkurfélögin í vetur en KR endaði einmitt í þriðja sæti á Reykjavíkurmótinu í haust á eftir ÍR og Fjölni. KR-liðið hafði unnið þrjá fyrstu leiki nýja ársins og voru komnir á gott flug upp töfluna þegar þeir mættu í Grafarvoginn en nýliðarnir létu ekki komandi bikarúrslitaleik eða fjarveru tveggja sterkra leikmann hafa áhrif á sig heldur komu nágrönnum sínum aftur niður á jörðina. KR byrjaði mun betur og náði mest 14 stiga forskot í fyrsta leikhluta og hafði sjö stiga forskot í hálfleik. Fjölnismenn höfðu hinsvegar betur í síðasta leikhlutanum sem þeir unnu með átta stigum og halda því fastataki á fjórða sætinu og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppni. KR-ingar höfðu unnið 76,9% leikja sinna við hin höfuðborgarliðin á síðustu níu tímabilum, 20 af 26 en það var síðast tímabilið 1994-95 sem Vesturbæjarliðið tapaði slagnum um borgina. ÍR vann þá alla fjórar innbyrðisviðureignir liðanna og Valur eina af fjórum. Baráttan um borgina: ÍR 3-0 100% Fjölnir 2-1 67% KR 0-3 0% KR gegn hinum höfuðborgarliðunum: 2004-05 0-3 0% 2003-04 2-0 100% 2002-03 3-1 75% 2001-02 2-0 100% 2000-01 3-1 75% 1999-2000 Enginn leikur 1998-99 1-1 50% 1997-98 2-2 50% 1996-97 1-1 50% 1996-96 6-0 100% 1994-95 3-5 38%



Fleiri fréttir

Sjá meira


×