Til skammar fyrir landið 27. janúar 2005 00:01 Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira