Hagar seglum eftir vindi 26. janúar 2005 00:01 "Á vélbát tekur maður ákveðna stefnu og keyrir bara þangað en á skútu er það allt öðruvísi því ferðin fer alveg eftir vindinum, og maður hagar seglum eftir vindi," segir Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, sem kennir nemendum sínum skútusiglingar á sumrin en býður upp á bóklega kennslu á veturna. "Maður byrjar á smáskipaprófi eða pungaprófi eins og það er kalllað, næst bætir maður við sig siglingum og þá getur maður siglt með ströndinni eða ekki lengra en 50 sjómílur frá landi," segir Benedikt, en því næst er hægt að bæta við sig hafssiglingum sem þýðir 150 sjómílur frá landi. "Að lokum eru það úthafssiglingar, og þá er það bara alla leiðina yfir hafið," segir Benedikt en við úthafssiglingar þarf fólk að geta bjargað sér við hvaða aðstæður sem er. Meðal efnis sem kennt er fyrir úthafssiglingar eru veðurfræði og stjarnveðurfræði auk þess sem Benedikt kennir fóki að nota sextant. "Í úthafssiglingum verður maður að læra að sigla eftir stjörnunum, því þó að maður sé með góð tæki getur allt klikkað," segir Benedikt en allt námsefnið miðar hann við staðal breska siglingasambandsins og öðlast því nemendur rétt til siglinga um allan heim. "Nú er einnig komið til sögunnar í Evrópu alþjóðaskírteini fyrir strandsiglingar sem við hjá Siglingaskólanum getum gefið út eftir að fólk hefur sótt tiltekin námskeið og staðist þau," segir Benedikt en þannig getur fólk sem sækir Siglingaskólann farið nánast hvert á land sem er og siglt þaðan um ókunnar strendur. Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Á vélbát tekur maður ákveðna stefnu og keyrir bara þangað en á skútu er það allt öðruvísi því ferðin fer alveg eftir vindinum, og maður hagar seglum eftir vindi," segir Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, sem kennir nemendum sínum skútusiglingar á sumrin en býður upp á bóklega kennslu á veturna. "Maður byrjar á smáskipaprófi eða pungaprófi eins og það er kalllað, næst bætir maður við sig siglingum og þá getur maður siglt með ströndinni eða ekki lengra en 50 sjómílur frá landi," segir Benedikt, en því næst er hægt að bæta við sig hafssiglingum sem þýðir 150 sjómílur frá landi. "Að lokum eru það úthafssiglingar, og þá er það bara alla leiðina yfir hafið," segir Benedikt en við úthafssiglingar þarf fólk að geta bjargað sér við hvaða aðstæður sem er. Meðal efnis sem kennt er fyrir úthafssiglingar eru veðurfræði og stjarnveðurfræði auk þess sem Benedikt kennir fóki að nota sextant. "Í úthafssiglingum verður maður að læra að sigla eftir stjörnunum, því þó að maður sé með góð tæki getur allt klikkað," segir Benedikt en allt námsefnið miðar hann við staðal breska siglingasambandsins og öðlast því nemendur rétt til siglinga um allan heim. "Nú er einnig komið til sögunnar í Evrópu alþjóðaskírteini fyrir strandsiglingar sem við hjá Siglingaskólanum getum gefið út eftir að fólk hefur sótt tiltekin námskeið og staðist þau," segir Benedikt en þannig getur fólk sem sækir Siglingaskólann farið nánast hvert á land sem er og siglt þaðan um ókunnar strendur.
Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira