Lífið

Fólk í 101 vill ömmulegt eldhús

"Yngsta fólkið fylgir meira tískustraumum sem í dag er minimalisminn og léttari viðartegundir," segir Erlingur Friðriksson eigandi Eldaskálans. Þótt Erlingur sé ekki lærður innanhúsarkitekt hefur hann eytt síðustu 25 árum en að smíða eldhúsinnréttingar og veit því hvað hann talar um þegar hann er spurður út í tískuna í eldhúsinnréttingum. "Við erum enn þá að selja slatta af kirsuberji fyrir þá sem eru meira fyrir hlýleikann og huga að klassískum línum frekar en tískunni. Minimalísk eldhús eru þó mjög vinsæl þessa stundina, flest þeirra eru hvít, háglansandi og höldulaus og í þriðja lagi er það gamal dags lookið, svokallaði ömmustíllinn. Þessar þrjár línur eru vinsælastar en svo kemur hvíttuð eik nokkuð sterk inn líka." Aðspurður segir Erlingur yngsta fólkið duglegast að tileinka sér tískuna en um leið og því yngsta sleppi sækir fólk meira í hlýleika. Svokallað 101 lið sé hins vegar mest fyrir ömmustílinn. Lestu meira um tískuna í eldhúsinnréttingum í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×