Fegurð í bland við stórbrotna sögu 24. janúar 2005 00:01 "Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær. Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
"Þar fer fegurðin saman við stórbrotna sögu og sál. Húsið var flutt inn frá Noregi upp úr aldamótum og reist yfir franska konsúlinn í Reykjavík, en skömmu fyrir fyrra stríð keypti Einar Benediktsson skáld húsið og kallaði það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. Það er meðal annars tilhugsunin um þetta mikla skáld athafna og orða sem gæðir sögu þess ljóma í mínum huga, rétt eins og Einar varpar ljóma á önnur hús sín svo sem Þrúðvang við Laufásveg." Ingólfur bendir á að Bretar hafi notað húsið á stríðsárunum en kvartað yfir draugagangi. "Það er heitt vatn í jörðu þarna undir og eflaust hefur brakað enn meira í húsinu af þeim sökum. Seinna, eftir að Höfði varð opinber bústaður, komu svo auðvitað alls konar stórmenni þangað og gera enn. En það er eitthvað við þessi gömlu norsku kataloghús sem ég hrífst af. Þau eru út um allt í gamla bænum í Reykjavík og ekki síður í Hafnarfirði þar sem ég bý." Ingólfur telur að gömlu húsin séu skýringin á því að hann býr í Hafnarfirði. "Ég og konan mín gengum mikið um í gamla bænum þegar við vorum að leita okkur að íbúð og hrifumst svo af gömlu húsunum, ekki síst þeim norsku. Sem ber mig náttúrlega austur á Seyðisfjörð, þar sem ég er fæddur og uppalinn í einu slíku húsi. Þegar verið var að reisa barnaskólann, sem reyndar er eitt fallegasta norska húsið á landinu, reisti yfirsmiðurinn húsið Tungu yfir sig og sína. Lítið, gott hús úr norskum kjörviði, klætt bárujárni að íslenskum sið. Aðdáun mín á þessum húsum á efalaust rætur að rekja til æskunnar og þeirra tauga sem Tunga gamla á í mér." Ingólfi finnst mikið hafa verið byggt hin síðari ár og langt fram eftir 20. öld af ljótum húsum. "Kannski byrjaði það með funkisstílnum kringum 1930, þessum kassalaga, þaklausu húsum sem lengi virtust heilla íslenska arkitekta. Þetta voru yfirleitt stórir kassar en inn á milli voru litlir kassar, rauðir, gulir og röndóttir. Það skelfilegasta við þá var að þeir voru allir eins," segir gamli Þokkabótarmeðlimurinn Ingólfur að lokum og skellihlær.
Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira