Karlar hópast í kynhormónameðferð 21. janúar 2005 00:01 Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira