Viðurkennir fyrningu kærunnar 19. janúar 2005 00:01 Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. Hildur Sigurðardóttir, fjögurra barna móðir úr Vestmannaeyjum, bjó við áralangt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns sem nú er í haldi lögreglu í Þýskalandi fyrir tilraun til smygls á kókaíni og hassi. Hún greindi frá því í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í lok síðustu viku að kæra á hendur honum fyrir líkamsárás hafi gleymst og verið fyrnd þegar kom að ákæru. Fréttastofa hefur án árangurs reynt að fá Karl Gauta Hjaltason, sýslumann í Vestmannaeyjum, í viðtal vegna málsins. Í dag barst frá honum yfirlýsing þar sem fram kemur að lögreglan hafi oft haft afskipti af málum Hildar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi Hildar og heimilis hennar. Þannig hafi embættið snemma á árinu 2003 farið fram á nálgunarbann sem lagt hafi verið á í fimm mánuði. Í gögnum lögreglu sé að finna eina skráningu vegna brots á því og hafi sýslumaður talið að ástandið hafi skánað verulega á þeim tíma. Fram hafi komið í umfjöllun Stöðvar 2 að nálgunarbann hafi verið brotið en fyrir það hafi maðurinn verið ákærður og dæmdur ásamt með nokkrum öðrum brotum. Við gerð þeirrar ákæru hafi komið í ljós að eitt af þeim fjölmörgu málum sem lágu fyrir á hendur kærða, þ.e. líkamsárás sú sem Hildur kærði, hafi verið fyrnd. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir Héraðsdómi Suðurlands síðastliðið sumar. Frekari eftirmálar verða ekki í málinu hvað varðar Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum en Hildur getur enn höfðað skaðabótamál á hendur manninum fyrir líkamsárásina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. Hildur Sigurðardóttir, fjögurra barna móðir úr Vestmannaeyjum, bjó við áralangt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns sem nú er í haldi lögreglu í Þýskalandi fyrir tilraun til smygls á kókaíni og hassi. Hún greindi frá því í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í lok síðustu viku að kæra á hendur honum fyrir líkamsárás hafi gleymst og verið fyrnd þegar kom að ákæru. Fréttastofa hefur án árangurs reynt að fá Karl Gauta Hjaltason, sýslumann í Vestmannaeyjum, í viðtal vegna málsins. Í dag barst frá honum yfirlýsing þar sem fram kemur að lögreglan hafi oft haft afskipti af málum Hildar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi Hildar og heimilis hennar. Þannig hafi embættið snemma á árinu 2003 farið fram á nálgunarbann sem lagt hafi verið á í fimm mánuði. Í gögnum lögreglu sé að finna eina skráningu vegna brots á því og hafi sýslumaður talið að ástandið hafi skánað verulega á þeim tíma. Fram hafi komið í umfjöllun Stöðvar 2 að nálgunarbann hafi verið brotið en fyrir það hafi maðurinn verið ákærður og dæmdur ásamt með nokkrum öðrum brotum. Við gerð þeirrar ákæru hafi komið í ljós að eitt af þeim fjölmörgu málum sem lágu fyrir á hendur kærða, þ.e. líkamsárás sú sem Hildur kærði, hafi verið fyrnd. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir Héraðsdómi Suðurlands síðastliðið sumar. Frekari eftirmálar verða ekki í málinu hvað varðar Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum en Hildur getur enn höfðað skaðabótamál á hendur manninum fyrir líkamsárásina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira