Þekkta fólkið neytir kókaíns 19. janúar 2005 00:01 Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira