Landsfundur Samfylkingar í vor 14. janúar 2005 00:01 Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir haustið 2003 að hún myndi gefa kost á sér í formannssæti Samfylkingarinnar. Það hefur ekki breyst og segir hún það eðlilegt framhald af því forystuhluverki sem henni var falið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Áætlað var að landsfundur Samylkingarinnar yrði í haust en allt bendir til að honum verði flýtt. Fyrir því eru ýmis rök. Meðal annars þau að mánuði fyrir landsfund fer formannskosningin fram og vilja sumir meina að illu sé best af lokið. Innanbúðarmenn segja að búast megi við langvinnum innanflokksátökum vegna kosninganna og að flokkurinn fái þá meiri tíma til að einbeita sér að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, með nýjum eða endurkjörnum formanni. Aðspurð hvort hún telji sig geta gert betur en Össur í formannssætinu segir Ingibjörg að frammistaða flokks ráðist ekki eingöngu af formanni heldur sé margt sem komi þar til álita. Það sé margt sem hún vilji gera innan Samfylkingarinnar og hún vill sækja umboð flokksmanna til þeirra verka eftir þessum leiðum. Hún telur ekki að baráttan um stólinn muni skaða flokkinn því kosningarnar séu eðlilegar og lýðræðislegar í stórum flokki sem Samfylkingunni. Og Samfylkingarmenn búast við skemmtilegum og hörðum átökum um formannssætið, enda mikið undir. Kannski einn forsætirráðherrastóll eða svo, eins og það var orðað. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir haustið 2003 að hún myndi gefa kost á sér í formannssæti Samfylkingarinnar. Það hefur ekki breyst og segir hún það eðlilegt framhald af því forystuhluverki sem henni var falið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Áætlað var að landsfundur Samylkingarinnar yrði í haust en allt bendir til að honum verði flýtt. Fyrir því eru ýmis rök. Meðal annars þau að mánuði fyrir landsfund fer formannskosningin fram og vilja sumir meina að illu sé best af lokið. Innanbúðarmenn segja að búast megi við langvinnum innanflokksátökum vegna kosninganna og að flokkurinn fái þá meiri tíma til að einbeita sér að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, með nýjum eða endurkjörnum formanni. Aðspurð hvort hún telji sig geta gert betur en Össur í formannssætinu segir Ingibjörg að frammistaða flokks ráðist ekki eingöngu af formanni heldur sé margt sem komi þar til álita. Það sé margt sem hún vilji gera innan Samfylkingarinnar og hún vill sækja umboð flokksmanna til þeirra verka eftir þessum leiðum. Hún telur ekki að baráttan um stólinn muni skaða flokkinn því kosningarnar séu eðlilegar og lýðræðislegar í stórum flokki sem Samfylkingunni. Og Samfylkingarmenn búast við skemmtilegum og hörðum átökum um formannssætið, enda mikið undir. Kannski einn forsætirráðherrastóll eða svo, eins og það var orðað.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira