Sikileyjarpasta 14. janúar 2005 00:01 Hollusta matarmenningarinnar við Miðjarðarhaf er margrómuð. Þessi réttur er innblásinn af þeirri hefð. Hér er gott gert betra og ennþá hollara með því að notast við spelt spaghetti og rómverskt kál, sem gerir réttinn fyllri og fjölbreyttari. Magnifico! 1 pakki spelt spaghetti kr. 336 4 msk. ólífuolía 2 lárviðarlauf 8 hvítlauksgeirar 1 dós ansjósur kr. 200 2 dósir niðursoðnir tómatar kr. 150 um 12 steinlausar svartar ólífur 1 höfuð rómverskt kál kr. 160 Sjávarsalt Sjóðið spaghettiið. Setjið hvítlauk, ansjósur, lárviðarlauf og olíu saman í matvinnsluvél eða mortél og maukið vel. Setjið maukið svo á stóra pönnu og bætið tómötunum við. Látið krauma í 20 mínútur. Setjið heitt pastað á djúpann disk, hellið sósunni yfir og stráið kálinu í kring. Ólífum og sjávarsalti er svo sáldrað yfir. Kostnaður um 850 kr. Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið
Hollusta matarmenningarinnar við Miðjarðarhaf er margrómuð. Þessi réttur er innblásinn af þeirri hefð. Hér er gott gert betra og ennþá hollara með því að notast við spelt spaghetti og rómverskt kál, sem gerir réttinn fyllri og fjölbreyttari. Magnifico! 1 pakki spelt spaghetti kr. 336 4 msk. ólífuolía 2 lárviðarlauf 8 hvítlauksgeirar 1 dós ansjósur kr. 200 2 dósir niðursoðnir tómatar kr. 150 um 12 steinlausar svartar ólífur 1 höfuð rómverskt kál kr. 160 Sjávarsalt Sjóðið spaghettiið. Setjið hvítlauk, ansjósur, lárviðarlauf og olíu saman í matvinnsluvél eða mortél og maukið vel. Setjið maukið svo á stóra pönnu og bætið tómötunum við. Látið krauma í 20 mínútur. Setjið heitt pastað á djúpann disk, hellið sósunni yfir og stráið kálinu í kring. Ólífum og sjávarsalti er svo sáldrað yfir. Kostnaður um 850 kr.
Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið