Nöfnin fari hugsanlega á Netið 13. janúar 2005 00:01 Samtök lögmanna í Noregi og Danmörku birta á Netinu nöfn þeirra lögmanna sem verða uppvísir að afglöpum í starfi. Slíkt er ekki gert hér á landi en formaður Lögmannafélagsins útilokar ekki að þessu fordæmi verði fylgt. Úrskurðarnefnd lögmanna í Danmörku birti nýlega í fyrsta sinn nafn lögmanns á heimasíðu sinni sem hefur verið fundinn sekur um afglöp í starfi og hlotið sekt fyrir. Í dönskum fjölmiðlum er sagt að þetta sé gert til að almenningur hafi tækifæri til að sneiða hjá slíkum lögmönnum. Norska lögmannafélagið hefur gert þetta um nokkurt skeið, en hvernig ætli málum sé háttað hér á landi? Gestur Jónsson, fomaður úrskurðarnefndar lögmanna, segir að nafnleynd sé meginreglan en heimilt sé að víkja frá henni í sérstökum tilvikum. Hann segir að frá því að úrskurðarnefndin hafi tekið til starfa sumarið 1999 hafi þeirri heimild aldrei verið beitt. Gestur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvernig almenningur eigi að geta varast þá lögmenn sem ekki standa sig í stykkinu ef slíkar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar. Menn skapi sér orðspor og með þeim hætti velji fólk sér þá sem það getur treyst. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt í stjórn félagsins. Hann segir sjálfur að það truflaði hann ekki þótt nöfn þeirra lögmanna sem gerðust sekir um afglöp í starfi yrðu birt á Netinu. Slíkt auki aðhald með lögmönnum og segir hann öruggt að þessu verði velt upp hér á landi ef þetta festist í sessi á meðal annarra Norðurlandaþjóða enda fylgi íslenskir lögmenn oft góðu fordæmi norrænna starfsbræðra sinna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Samtök lögmanna í Noregi og Danmörku birta á Netinu nöfn þeirra lögmanna sem verða uppvísir að afglöpum í starfi. Slíkt er ekki gert hér á landi en formaður Lögmannafélagsins útilokar ekki að þessu fordæmi verði fylgt. Úrskurðarnefnd lögmanna í Danmörku birti nýlega í fyrsta sinn nafn lögmanns á heimasíðu sinni sem hefur verið fundinn sekur um afglöp í starfi og hlotið sekt fyrir. Í dönskum fjölmiðlum er sagt að þetta sé gert til að almenningur hafi tækifæri til að sneiða hjá slíkum lögmönnum. Norska lögmannafélagið hefur gert þetta um nokkurt skeið, en hvernig ætli málum sé háttað hér á landi? Gestur Jónsson, fomaður úrskurðarnefndar lögmanna, segir að nafnleynd sé meginreglan en heimilt sé að víkja frá henni í sérstökum tilvikum. Hann segir að frá því að úrskurðarnefndin hafi tekið til starfa sumarið 1999 hafi þeirri heimild aldrei verið beitt. Gestur segir erfitt að svara þeirri spurningu hvernig almenningur eigi að geta varast þá lögmenn sem ekki standa sig í stykkinu ef slíkar upplýsingar eru hvergi aðgengilegar. Menn skapi sér orðspor og með þeim hætti velji fólk sér þá sem það getur treyst. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir að þetta hafi ekki verið rætt í stjórn félagsins. Hann segir sjálfur að það truflaði hann ekki þótt nöfn þeirra lögmanna sem gerðust sekir um afglöp í starfi yrðu birt á Netinu. Slíkt auki aðhald með lögmönnum og segir hann öruggt að þessu verði velt upp hér á landi ef þetta festist í sessi á meðal annarra Norðurlandaþjóða enda fylgi íslenskir lögmenn oft góðu fordæmi norrænna starfsbræðra sinna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira