Lífið

Nothæfar allt árið

"Ég er oft spurð að því hvort það kvikni ekki auðveldlega í blómunum," segir Hélene og hlær en vill meina að það sé enginn eldhætta á ferð, að minnsta kosti ekki meiri en á seríum með pappa og plasti utan um ljósin. Fallegu seríurnar hennar sáust fyrst á jólasýningu Handverks og hönnunar en nú eru þær einnig til sölu í Iðu húsinu og í Jólahúsinu í Skólavörðustíg og kosta 3.500 krónur. "Það eru um tvö ár síðan ég bjó til þessar seríur og þær hafa bara hangið í glugganum hjá mér þangað til ég kom þeim loksins í sölu," segir Hélene og tekur fram að hún láti þær hanga allt árið og þær séu ekkert sérstaklega hugsaðar fyrir jólin. "Ég bjó í risi og fólk spurði mig oft hvaða sérstöku blóm ég væri með í glugganum, en þetta leit út fyrir að vera einhverskonar blómstrandi klifurjurt," segir Hélene sem segist þó aldrei kveikja á seríunni á sumrin því þá sé að sjálfsögðu of bjart. Hélene þæfir aðeins íslenska ull en hún er sérstaklega hrifin af henni. "Íslenska ullin er svo lifandi og hefur svo fallegan glans í sér sem næst ekki fram þegar erlend ull er þæfð," segir Hélene sem stefnir á að vinna enn frekar með þæfðu ullina en síðasta verk hennar var úlpa á dóttur hennar. "Hún er búin að vera í henni í allan vetur og henni er aldrei kalt," segir Hélene.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×