Svefnleysi skerðir lífsgæði 13. október 2005 15:21 Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku. Heilsa Innlent Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku.
Heilsa Innlent Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira