Gætu fengið fimmtán ára fangelsi 13. október 2005 15:20 Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og fimmtíu ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverjinn segir að eftir fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í október en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðsins segir mennina ósköp venjulega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkniefnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rannsóknina alfarið undir sínum höndum og ekki liggur fyrir hvort lögregla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Tuttugu til þrjátíu manns úr þýska tollinum og lögreglunni með tvo fíkniefnaleitarhunda gerðu leit í Hauki ÍS-847 á fimmtudagskvöldið í síðustu viku og fundu um þrjú og hálft kíló kókaíni og svipað magn af hassi. Fíkniefnin fundust falin í klefa tveggja skipverjanna en þeir eru 38 og fimmtíu ára. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í framhaldinu. Ljóst er að efnin áttu að fara á markað hér á landi þar sem skipið var rétt ófarið frá Bremerhaven í Þýskalandi þegar leitin var gerð og ekki stóð til að skipið myndi hafa viðkomu í öðrum höfnum á leið sinni til Íslands. Mennirnir gætu átt fimmtán ára fangelsi yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Einn skipverja Hauks ÍS sagði áhöfnina vera slegna yfir málinu í samtali við Fréttablaðið. Skipið hefur verið á karfaveiðum fyrir Þýskalandsmarkað og var að koma karfanum til kaupenda þar í landi. Stoppað var í sólarhring til að landa aflanum og rétt áður en halda átti úr höfn gerðu lögreglan og tollur innrás í skipið. Skipverjinn segir að eftir fíkniefni fundust hafi verið gerð leit víðar um skipið en ekkert fundist. Mennirnir tveir voru handteknir en restin af áhöfninni fékk leyfi til að fara úr landi eins og til stóð. Haukur ÍS hóf aftur veiðar í október en fyrir þann tíma hafði skipið ekki verið á veiðum um nokkurn tíma. Mennirnir tveir hafa báðir verið í áhöfninni frá því í október. Viðmælandi blaðsins segir mennina ósköp venjulega og hafi ekki borið með sér að þeir að þær væru líklegir fíkniefnainnflytjendur. Þýska lögreglan hefur rannsóknina alfarið undir sínum höndum og ekki liggur fyrir hvort lögregla hér á landi mun koma að rannsókn málsins enda verst lögreglan í Reykjavík frétta af málinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira