Geðsjúkir rifnir upp með rótum 13. október 2005 15:20 Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Ingveldur B. Thoroddsen, aðstandandi sjúklings sem fluttur hefur verið frá Arnarholti á Klepp segir það "hörmulegt, að þetta litla samfélag, sem verið hefur um árabil í Arnarholti skuli leyst upp." Þarna hafi skapast náin vinátta milli fólks, sem síðan sé "rifið upp með rótum" og sett niður á öðrum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum Erlu Bjarkar Sverrisdóttur deildarstjóra í Arnarholti verður því lokað um næstu mánaðarmót. Um 30 sjúklingar voru þar áramótin 2003 - 2004, en nú eru 18 eftir. Þá voru vistmenn í Gunnarsholti fluttir á sérdeild í Arnarholti þegar fyrrnefnda staðnum var lokað. Þeir hafa nú verið fluttir þaðan og á aðra staði. Erla Björk sagði, að sjúklingarnir sem verið hafi og séu enn í Arnarholti hafi farið eða fari á stofnanir á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, svo sem Klepp og á sambýli eða á hjúkrunarheimili. Þá sé verið að standsetja tvö sambýli, annað á Teigi á Flókagötu þar sem áfengismeðferð LSH var áður og hitt í Esjugrund á Kjalarnesi. Hið síðarnefnda verði tilbúið innan skamms. Einnig verði opnuð deild á Landakoti fyrir fólk sem er í bið eftir öðrum búsetuúrræðum. Þangað fari þrír sjúklingar. Spurð hvernig flutningarnir frá Arnarholti hefðu lagst í sjúklingana sagði Erla Björk að þeir hefðu tekið þeim af æðruleysi, enda hefðu þeir haft sinn undirbúningstíma. "Það var verra þegar óvissa ríkti um hvert þeir ættu að fara," sagði Erla Björk, sem fylgir hluta hópsins á sambýli, alla vega til að byrja með. "Eftir að það varð ljóst finnst mér fólkið bara taka þessu vel. En það vantar fleiri sambýli í þjóðfélagið." Ingveldur sagði, að sér fyndist það ómannúðlegt að skáka þessu sjúka fólki á milli staða í sparnaðarskyni. "Ég kynntist samfélaginu í Arnarholti mjög vel og það er þetta fólk sem þar hefur dvalið sem knýr mig til að tala um þetta," sagði hún."Þarna hafa menn tengst sterkum vináttu og tryggðarböndum og stutt hver annan í gegnum tíðina. Þetta hefur verið heimili þessa fólks, sem nú er rifið upp með rótum og dreift á aðrar stofnanir, sumum jafnvel til bráðabirgða. Mig hefur sviðið í hjartað þegar mér verður hugsað til alls þessa fólks þarna. Ég skil ekki hver meiningin á bak við þetta er, en það er virkilega særandi að vita til þess að þessu fólki skuli ýtt út í þessa flutninga og allt það rask sem þeim fylgir. Geðsjúkir þurfa umfram allt festu og öryggi til þess að þeim líði vel."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira