Virkjar nýjar stöðvar í heilanum 13. október 2005 15:20 "Ég tel mikilvægt að skilja menningarheim heyrnarlausra, og það mun vonandi skila sér í betri sýningum frá mér," segir Margrét en auk táknmáls lærir hún um menningu og sögu heyrnarlausra, málfræði táknmáls og félagslega stöðu þess. "Það er heilmikil stúdía í þessu, ég er ekki bara að læra tákn," segir Margrét, sem dregur ekki úr því hversu flókið það er að læra táknmál. "Það kom mér á óvart hversu lengi maður er að læra táknmál, en maður er að virkja nýjar stöðvar í heilanum og öll sú kunnátta sem maður hefur úr öðrum tungumálum nýtist manni ekki neitt," segir Margrét, sem bætir því við að hún ruglist nú stundum á táknum og hafi þá sagt dónalega hluti. "Það skiptir máli hvernig maður segir hlutina," segir Margrét og hlær. Námið í táknmálsfræðinni er hægt að taka á tveimur árum eða þremur og þá öðlast maður réttindi sem táknmálstúlkur. "Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég taki þriðja árið en ég efast ekki um að túlkunin muni nýtast mér þar sem sýningarnar mína eru túlkaðar," segir Margrét. Þessa stundina er Margrét að vinna að handriti að sýningu ásamt Lailu Margréti sem kallast Viðtalið. "Verkið fjallar um mæðgur þar sem dóttirinn er heyrnarlaus, en hún elst upp á þeim tíma þegar bannað var að kenna heyrnarlausum börnum táknmál," segir Margrét og lýsir því hvernig samskipti mæðgnanna hafa orðið að engu af þeim sökum. "Ég tel algera grunnforsendu að skilja menningarheim heyrnarlausra til að geta verið honum trú í verkum mínum," segir Margrét að lokum. Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég tel mikilvægt að skilja menningarheim heyrnarlausra, og það mun vonandi skila sér í betri sýningum frá mér," segir Margrét en auk táknmáls lærir hún um menningu og sögu heyrnarlausra, málfræði táknmáls og félagslega stöðu þess. "Það er heilmikil stúdía í þessu, ég er ekki bara að læra tákn," segir Margrét, sem dregur ekki úr því hversu flókið það er að læra táknmál. "Það kom mér á óvart hversu lengi maður er að læra táknmál, en maður er að virkja nýjar stöðvar í heilanum og öll sú kunnátta sem maður hefur úr öðrum tungumálum nýtist manni ekki neitt," segir Margrét, sem bætir því við að hún ruglist nú stundum á táknum og hafi þá sagt dónalega hluti. "Það skiptir máli hvernig maður segir hlutina," segir Margrét og hlær. Námið í táknmálsfræðinni er hægt að taka á tveimur árum eða þremur og þá öðlast maður réttindi sem táknmálstúlkur. "Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég taki þriðja árið en ég efast ekki um að túlkunin muni nýtast mér þar sem sýningarnar mína eru túlkaðar," segir Margrét. Þessa stundina er Margrét að vinna að handriti að sýningu ásamt Lailu Margréti sem kallast Viðtalið. "Verkið fjallar um mæðgur þar sem dóttirinn er heyrnarlaus, en hún elst upp á þeim tíma þegar bannað var að kenna heyrnarlausum börnum táknmál," segir Margrét og lýsir því hvernig samskipti mæðgnanna hafa orðið að engu af þeim sökum. "Ég tel algera grunnforsendu að skilja menningarheim heyrnarlausra til að geta verið honum trú í verkum mínum," segir Margrét að lokum.
Nám Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira