Innlent

Umdeildur samningur samþykktur

Sjómenn hafa samþykkt kjarasamning við Landssamband Íslenskra útvegsmanna. Alls 57,6 prósent sjómanna samþykktu samninginn en 42,4 prósent þeirra höfnuðu honum. "Þetta er niðurstaða," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. "Það fer ekkert milli mála að þessi samningur er umdeildur. Ég skil alveg menn sem hafa efasemdir um einhverja þætti enda eru miklar breytingar í þessum samningi. Það þætti samt eitthvað í kosningum ef það væri fimmtán prósenta munur milli lista." Atkvæði voru talin sameiginlega hjá Sjómannasambandi Íslands, Alþýðusambandi Vestfjarða og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands í gær. Á kjörskrá voru 3.505 manns og atkvæði greiddu 1.513 eða 43,2 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 17 eða 1,1 prósent. Sævar segist þokkalega sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðsluna samanborið við þátttöku hjá öðrum stéttarfélögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×