Sýkta svæðið enn ógirt 6. janúar 2005 00:01 Eigendur eyðibýlisins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltisbrandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arnar Guðmundsonar héraðsdýralæknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmálinu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. "Forkastanlegt," sagði Hafsteinn Snæland íbúi í Vogum um stöðuna. "Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girðingar og það hefur ekki enn komist á samkomulag varðandi þær," sagði Gunnar Örn. "Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannanlega á. Þeir voru innan rafmagnsgirðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru landeigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta. " Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinnuna, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strandað á landeigendum. Landbúnaðarráðuneytið myndi kosta girðinguna og uppsetningu hennar. "Það er í rauninni stjórnvaldsskipum að þetta verði gert. Við ætluðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur," sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist "Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk," sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættulegt fyrir grasbíta. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eigendur eyðibýlisins Sjónarhóls á Vatnsleysuströnd hafa lagst gegn því að miltisbrandssýkta svæðið á jörð þeirra verði girt af, að sögn Gunnars Arnar Guðmundsonar héraðsdýralæknis. Unnið hefur verið að því að ná samkomulagi í málinu, enda talið brýnt að loka svæðinu þannig að skepnur komist ekki inn á það. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandi á Sjónarhóli. Hinu fjórða var lógað skömmu síðar. Óánægja er meðal skepnueigenda á svæðinu, sem átelja seinagang í girðingarmálinu. Þeir lýsa því svo að hlið að sýkta túninu sé galopið, girðingar liggi niðri að einhverju leyti og gulir lögregluborðar flögri fyrir vindinum. "Forkastanlegt," sagði Hafsteinn Snæland íbúi í Vogum um stöðuna. "Við höfum verið í viðræðum við landeigendur um þessar girðingar og það hefur ekki enn komist á samkomulag varðandi þær," sagði Gunnar Örn. "Við viljum girða af þetta svæði sem hestarnir voru sannanlega á. Þeir voru innan rafmagnsgirðingar. Hún gekk að hluta til yfir tjörn sem þarna er. Við viljum girða þessa rafmagnsgirðingu af, svo og tjörnina alla. Eins og maður hefur vissan skilning á, eru landeigendur ekki ánægðir með að fá girðingu þarna inn á mitt svæðið. En það hefur verið tekin ákvörðun um að láta ekki líða lengra heldur en viku héðan í frá. Þá verður gengið í þetta. " Gunnar Örn sagði, að búið væri að ráða verðtaka í girðingavinnuna, sem hefði átt að hefjast rétt fyrir jólin. En það hefði þá strandað á landeigendum. Landbúnaðarráðuneytið myndi kosta girðinguna og uppsetningu hennar. "Það er í rauninni stjórnvaldsskipum að þetta verði gert. Við ætluðum að reyna, ef hægt væri, að gera þetta í sátt við landeigendur," sagði Gunnar Örn sem kvaðst hafa trú á að það tækist "Við teljum ekki að þarna sé hætta fyrir fólk," sagði hann enn fremur og bætti við að svæðið gæti fyrst og fremst reynst hættulegt fyrir grasbíta.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira